Loksins uppfærsla.......

Góðan daginn lansmenn nær og fjær, nú skal bloggað.

Netið hefur legið niðri um hríð vegna bilunar í kerfi símans og hefur þar af leiðandi ekki verið uppfært en betra er seint en aldrei sagði vélstjórinn þegar hann vaknaði á bekknum.

Við erum að landa á Hornafirði og hófst löndun kl 13:00 að staðartíma. Við lentum í löndunarbið á eftir Jónu Eðvalds en við vorum komnir í höfn á fimmtudagskvöld. Nobbararnir fóru heim en um borð eru 4 menn, Meistari Zoega, Vilmundur, Stebbi græni og starfsmaður í þjálfun en við vorum að fá nýjan vélstjóra sem heitir Kristinn en P. Ingjalds er farinn í stutt frí. Skipið er ekki alveg nýtt fyrir Kristni frekar en fleiri skip en hann vann hjá Héðni áður en er nýkominn frá því að bora hjá Jarðborunum. Kristni er minnisstætt þegar hann skipti um sírat sem sumir kalla sveifludempara í Beggu, sennilega er það fyrirbrigði sem annað kvenfólk myndi kalla rasskinn.

Við fréttum af miðunum og létu menn ekki vel af veðri en ekki fengust svör er spurt var um aflabrögð og túlki það hver fyrir sig. Það hefur líka sýnt sig í haust líkt og oft áður að þegar sá blái hefur verið fjarri miðunum virðist ekki fást síld, merkilegt nokk. Komnar eru upp kenningar um að malið í Beggu gömlu hafi góð og róandi áhrif á síldina og jafnvel að síldin laðist að unaðsstunum Beggu þegar hún líður um miðin.

Stefnan er að ná út á flóði kl 15:00 á morgun og liggur þá leið, sem og oftar á hin fengsælu mið.

Verið sæl og elskið friðinn.

MBK. Strákarnir á Birting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Baráttukveðjur!

Vilborg Traustadóttir, 22.11.2008 kl. 21:55

2 identicon

Já nú fer þetta að ganga hjá ykkur kominn Vestfirskur vélstjóri um borð

Gretar þór (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:21

3 identicon

Djöfull eruð þið ömurlega hátíðlegir alltaf.

moli (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Óskasynir Síldarvinnslunnar

Góðan daginn moli. Ef þér líkar ekki síðan, finndu þér þá annað lesefni. Internetið geymir efni við allra hæfi.

Vertu sæll. og hafðu það næs.

Óskasynir Síldarvinnslunnar, 25.11.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birtingur NK-119

Höfundur

Óskasynir Síldarvinnslunnar
Óskasynir Síldarvinnslunnar
Hér verða fréttir af áhöfninni á Birting NK 119

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00109
  • DSC00130
  • DSC00213
  • DSC00213
  • DSC00102

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband