Gulldepluslútt.

Sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.

Nú var tekinn allhoraður túr en það lágu 61.007 kg. af gulldeplu í valnum. Það eru umþb 39.654.550 eða þrjátíuogníumiljónirsexhundruðfimmtíuogfjörgurþúsundfimmhundruðfimmtíu fiskar enda er þetta kvikindi afar smátt. Þegar í land var komið var landað og svo dallurinn þrifinn endanna á milli og því næst rígbundinn við bryggjuna, blóm og kransar afþakkaðir enda veit ekki nokkur maður hvað tekur við þegar deplan hefur stungið af úr landi, líkt og skattur sumra manna sem þarf ekki að nafngreina enda án nokkurs vafa ekki leyfilegt. Það má einungis nafngreina bankaræningja hafi hann brúkað til verksins eitthvað sem án nokkurs vafa telst vopn af einhverju tagi.

Ekki er ljóst hvenær Birtingur leggur af stað í næsta verkefni en vonandi verður það sem fyrst og megi hann þá fiska sem aldrei fyrr.

Kveðjum að sinni, Birtingsmenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birtingur NK-119

Höfundur

Óskasynir Síldarvinnslunnar
Óskasynir Síldarvinnslunnar
Hér verða fréttir af áhöfninni á Birting NK 119

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • DSC00109
  • DSC00130
  • DSC00213
  • DSC00213
  • DSC00102

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 474

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband