Villta vestrið

Góðan daginn gott fólk.

Við erum mættir vestur aftur eftir að hafa rennt til Hornafjarðar með 750 tonn af eðalsíld.

Á Hornafirði fundu menn sér ýmsa hluti til dundurs en þeir Hjörvar, Óli Gunnar, Villi Harðar og Vilmundur héldu til rjúpna og uppskáru misgóðan afla. Óli Gunnar kom sá og sigraði með 8 stk, Hjörvar fylgdi honum fast á hæla með 5, þar næstur var Villi með 3 og Villi Harðar kom svo með eina rjúpu. Vilmundur sá tófu og tók á rás á eftir henni en vildi ekki betur en svo að hann féll í hlíðinni og rann niður lausagrjótið. Hlaut hann sár á vinstri rasskinn sem leit illa út, alla vega hættu Hjörvar og Óli Gunnar að biðja um að fá að líta á skurðinn eftir að hafa séð hann einu sinni. Einnig beið vopn Vilmundar tjóns en hún er rispuð og brotin. Vilhelm og Hjörvar héldu til rjúpna næsta dag einnig og skiluðu sér með sitt hvorar 2 rjúpurnar.

Á laugardagskvöldið var haldið á Hótel Vík þar sem menn vökvuðu sig lítið eitt fyrir svefninn. Sumir meira en aðrir en eins og segir í ljóðinu, og allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.

Nú erum við í leit á miðunum og vonum að við eigum framundan enn einn snilldardaginn undir stjórn hins nýbakaða nótaskipstjóra Hjörvars.

MBK. Strákarnir á Birting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú gott að þið komuð allir aftur og engin dó ;o)

Nauðsynlegt að lyfta sér upp öðru hverju eftir þessa endalausu sjómennsku :)

Gangi ykkur vel.

Ýr (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birtingur NK-119

Höfundur

Óskasynir Síldarvinnslunnar
Óskasynir Síldarvinnslunnar
Hér verða fréttir af áhöfninni á Birting NK 119

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00109
  • DSC00130
  • DSC00213
  • DSC00213
  • DSC00102

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband