8.3.2009 | 20:47
Óðir Hálsar
Þá eru Bitru menn komnir að kaja aftur með farm af kreppukóði. Fullir af hermóð og dugnaði í garð komandi áskorana. Menn höfðu sig mikinn við að eyða tíma í síðustu veiðiferð líkt og sést hér á myndinni að neðan en sérstakt áhugamannafélag um klár veiðarfæri var sett á laggirnar og í kjölfarið veitt áhöfninni veglega viðurkenningu fyrir 35 köst án þess að óklára það. 7,9,13. Þar sem við búum svo vel að sitja hér bæði að menntuðum fiskeldisfræðing og veiðarfærameistara var ákveðið að skrifa heilmikla skýrslu um veiðar á Gulldepplu við Íslandstrendur og situr Snorri Halldórson sveittur við ritskriftir þessa dagana við ráðleggingar frá helstu mönnum. Villi H. leggur líka stundir við útfærslu á nýju útvegspili sem hann ætlar að gefa út fyrir komandi jólavertíð en Vilhelm er mikill bissness maður og búinn að sýna það og sanna sem verslunarstjóri Beituskúrs hér áður fyrr og nú Birtubúð. Vilhelm ætlar að leggja mikið uppúr myntkörfulánum og leigukvóta í hinu nýja spili. Geir litli kapteinn er farinn að fyllast vökvamóð af eftirhlökkun til utanlandsferðar sem hann ætlar sér í vor, ekki hefur verið gefið upp hvert ferðinni er heitið en fróðir menn telja að Taíland verði fyrir valinu. Vilmundur Goði er allur orðinn sprækur af sjóveikinni sem hann kom með af Súlunni og eldar nú mat líkt og enginn sé morgundagurinn. Hann þrífur svo veggi og gólf þess á milli. Óli Gunnar er sjósprunginn, hvað annað er nýtt! Gengur sú saga hér manna á milli að Stebbi Græni og Villi Harði hyggist fara í útflutning á æðakjöti en þeir félagar fóru hamförum í æðakollustríðinu mikla hér í Janúar, en ætlunin er að veiða og gera að hér um borð og flytja svo farminn á fleyinu fagra sem Stefán hefur smíðað út til Grænlands, þetta útflutningsverkefni ber hetið Veitt,reitt og sviðið og óskum við þeim félögum góðs gengis með reksturinn. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Villa með æðablika í hönd en myndin hefur vakið miklar eftirtektir á erlendum listsýninum og hefur hlotið nafnbótina kiss of death Okkur áskottnaðist nýr vélstjóri um daginn alla leiðina frá Vestmannannannaeyjum, sá er nefnist Johnny Monní. Johnny er eyjapeyji mikill og með munninn fyrir neðan nefið líkt og eyjaskeggjum einum er lagið. Dugnaðarforkur þessi ungi drengur og á eflaust eftir að sýna sitt rétta eðli áður en fram líða stundir. Tolli Trukkur og Hjörvar fríverji súpa seyðið á klakanum ennþá en vonir eru bundnar við að fá að minnsta kosti annan þeirra um borð í næstu inniveru. Taki þá næstu fríverjar við en heyrst hefur á göngunum að báðir stýrimennirnir séu á leiðinni í fæðingarorlof.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá líðandi stundum, þakka lofið og njótið vel!
Gulldeplan í fullri stærð
Kiss of death!
Hannyrðar hjá Sjöbbu koma að góðum notum!
p.s. Hægt er að stækka myndirnar með því að klikka á þær
MBK Gulldeplukóngarnir
Um bloggið
Birtingur NK-119
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Börkur Stóri bróðir
- Huginn Eyjapeyjar
- Arnar Botntrollari
- Álsey Eyjapeyjar
- Bjarni Óla Skagamenn
- Brimnesið Togaranaglar
- Faxi Grandari
- Guðmundur í Nesi Togarajaxlar
- Guðmundur VE Eyjamenn
- Tobbi Villa Bloggari Íslands
- Hoffellið Fáskrúðsfirðingar
- Kap VE Eyjamenn
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Margrét EA Rauða lestin
- Grímsinn Hornfirðingar
- Lundey NS Lalli Gríms og félagar
- Sighvatur Bjarna Eyjamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.