Síldarflensan mikla.

Sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.

Við komum til Hornafjarðar með dallinn augafullan af síld og fórum beint undir löndun.

Stútfull lest af silfri

Ekki var miklu landað til frystingar en síldin er lasin svo að ekki má frysta hanna og fórum við með megnið af okkar afla til bræðslu. Það er komin upp einhver sýking í síldinni á Breiðafirði þannig að við leitum á nýjar slóðir þennan túrinn.

Menn héldu til rjúpna og voru það Hjörvar, Villi H, Óli Gunnar og Vilmundur. Þessi hópur kom heim með öngulinn í rassgatinu og hafði Villi Harðar vinninginn með eina rjúpu.

Á föstudagskvöldið var slegið til veislu um borð og dró Sæmi fram lambafille sem hann hanteraði að sinni alkunnu snilld og var nýja grillið vígt. Stefán vélstjóri var fenginn til liðs við Sæma og grilluðu þeir félagar. Það viðrar alltaf til grillveislu um borð en grillið er staðsett á millidekkinu undir útsogi sem var notað á rækjunni þegar hún var soðin um borð, á þeim tíma sem Áskell var vinnsluskip.

Sæmi og  Stefán  Hér standa þeir félagar Sæmi og Stefán vaktina við grillið.

IMG_0220 Þarna sitja menn og njóta þess sem blessuð sauðkindin hefur upp á að bjóða.

Hjörvar Hjörvar situr og raðar í sig steikinni.

Við lögðum svo úr höfn um 8 á laugardagsmorguninn en þegar var verið að gera ferðaklárt vildi svo djöfullega til að Óli Gunnar klemmdi sig á vísifingri vinstri handar og þurfti í land. Við sendum Óla bestu kveðjur með von um skjótan bata.

Meira síðar. Strákarnir á Birting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eruð þið nokkuð dauðir? á ekkkert að fara koma með fréttir?

RænuleysIngi Steinn (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 02:46

2 identicon

Það á ekki að setja fisk til manneldis um borð í þennan grútardall.

Vargurinn (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birtingur NK-119

Höfundur

Óskasynir Síldarvinnslunnar
Óskasynir Síldarvinnslunnar
Hér verða fréttir af áhöfninni á Birting NK 119

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00109
  • DSC00130
  • DSC00213
  • DSC00213
  • DSC00102

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband