Rólegur dagur fyrir vestan......

Jamm það væru rólegheit um borð í gær en við vorum stoppaðir af og beðnir að bíða  með að fiska meira þangað til núna. Kl. 07:00 var svo Begga gamla sett í gang, (yrir þá sem þekkja ekki Beggu þá er það Bergen Diesel aðalvélin okkar) og uppúr því var rennt úr höfn. Ekki var sá blái á þeim buxunum að fara svona snemma og hélt hann sér sem fastast í bryggjuna með hringabyssunni. Hún er þó nokkuð bogin en brúkleg. Nú malar Begga eins og köttur og við erum í leit að blessuðu silfrinu.

Gærdagurinn var þó vel nýttur en td. var farið á skytterí á zodiacnum og komu til baka 3 menn, 2 teistur, 2 endur og 9 skarfar. Einnig var haldin björgunaræfingin,,,, meðvitundarlaus maður í asdikrými. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig æfingin fór fram og skal tekið fram að enginn maður slasaðist í þessu ferli og komum við sjúklingnum heilum og höldnum frá asdikrými og inni koju í sjúkraklefanum.

RænulausRænuleysIngi Steinn Freysteinsson

MaggiMaggi hafði allt á hreinu með hvernig skyldi bera hinn laskaða upp stigann.

Og upp stigann með kallinnAllir saman nú !

Engir menn létust eða slösuðust við töku þessara mynda.

 

Verið sæl að sinni, meira síðar.

Strákarnir á Birting.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geiri minn

það er mál manna að þú eigir að svara kommnenti hér en ekki á okkar síðu bara svona allt í góðu og allir vinir, en annars fórum við frá Helguvík eftir hádegið eftir að sú svarta var komin um borð.

 bið að heilsa að sinni vinur

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 18:01

2 identicon

Hvernig er það á bara að hafa það rólegt fyrir vestan það sem eftir er???

Óskar Stef (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birtingur NK-119

Höfundur

Óskasynir Síldarvinnslunnar
Óskasynir Síldarvinnslunnar
Hér verða fréttir af áhöfninni á Birting NK 119

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • DSC00109
  • DSC00130
  • DSC00213
  • DSC00213
  • DSC00102

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband