31.10.2008 | 16:02
Hornafjörður
Lögðumst að bryggju í nótt en ekki var byrjað á að landa fyrr en um hádegi vegna bilunar í vinnslunni. Það fóru kátir piltar heim í nótt til Neskaupsstaðar en Ísak er farinn í land og tekur Hjörvar nú við sem okkar aðal maður í brúnni. Líst mönnum vel á og er hugur áhafnar sá að kappanum komi til með að takast vel til. Það var hormónalykt á göngunum og sólskinsbros á þeim köppum sem fóru að skutla Ísaki heim en með í för eru þeir Hjörvar, Villi Harðar og Þórhallur.
Þennan túrinn var nýr maður sem er þó mörgum sjómanninum kunnur en það er Snorri Hall sem rak áður Egilsbúð og hefur hann mörgum manninum brynnt þar í gegnum tíðina.
Hér er ljómandi gott veður og eru menn upp um allan bæ að viðra sig í sólskini og logni. Farið var í Nettó og verslað gasgrill að flottustu gerð og verður það grimmt notað á næstu dögum. Verður vonandi haldin villibráðarveisla en nokkrir skotveiðimenn eru um borð og hugsa sér gott til glóðarinnar í löndunum.
Sæl að sinni og meira síðar.
MBK. Strákarnir á Bláa bauknum.
Um bloggið
Birtingur NK-119
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Börkur Stóri bróðir
- Huginn Eyjapeyjar
- Arnar Botntrollari
- Álsey Eyjapeyjar
- Bjarni Óla Skagamenn
- Brimnesið Togaranaglar
- Faxi Grandari
- Guðmundur í Nesi Togarajaxlar
- Guðmundur VE Eyjamenn
- Tobbi Villa Bloggari Íslands
- Hoffellið Fáskrúðsfirðingar
- Kap VE Eyjamenn
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Margrét EA Rauða lestin
- Grímsinn Hornfirðingar
- Lundey NS Lalli Gríms og félagar
- Sighvatur Bjarna Eyjamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.