10.10.2008 | 11:26
Hótel Helguvík.
Kallarnir mættu blýsperrtir um borð í Birting á mánudaginn var og hófust handa við að græja sig í að moka upp silfri hafsins. Byrjuðum á að taka nót á Neskaupsstað og renndum með hana inn í Helguvík og skiftum henni út fyrir djúpnótina enda standa stórir hlutir til. Ekki gekk það áfallalust fyrir sig en tæpum 5 tímum síðar var verkfærið komið um borð og má til gamans geta að þetta er sama nót og gleypti í sig um 2000 tonn í Grundarfirði í fyrra. Nú í hádeginu munu jaxlarnir skreppa út og leita en það spáir þó enn brælu en við látum það ekki á okkur fá.
Töluverð breyting er á áhöfninni frá í sumar og er td. kominn nýr maður í brúna og er það fyrrum skipsstjóri á Barða NK hann Hjörvar og honum til halds og trausts er Ísak sem á nokkur köstin að baki. Tailandsfarinn Geir Zoega er 1. stýrimaður og Óli Geir er 2. stýrimaður. Hásetarnir eru flestir af gamla Beiti NK og er þar miklir reynsluboltar á ferð. Myndir af áhafnarmeðlimum munu koma fljótlega.
MBK. Naglarnir á Birting NK.
Um bloggið
Birtingur NK-119
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Börkur Stóri bróðir
- Huginn Eyjapeyjar
- Arnar Botntrollari
- Álsey Eyjapeyjar
- Bjarni Óla Skagamenn
- Brimnesið Togaranaglar
- Faxi Grandari
- Guðmundur í Nesi Togarajaxlar
- Guðmundur VE Eyjamenn
- Tobbi Villa Bloggari Íslands
- Hoffellið Fáskrúðsfirðingar
- Kap VE Eyjamenn
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Margrét EA Rauða lestin
- Grímsinn Hornfirðingar
- Lundey NS Lalli Gríms og félagar
- Sighvatur Bjarna Eyjamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.