7.6.2009 | 14:35
Sjómannadagurinn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2009 | 14:41
Gulldepluslútt.
Sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.
Nú var tekinn allhoraður túr en það lágu 61.007 kg. af gulldeplu í valnum. Það eru umþb 39.654.550 eða þrjátíuogníumiljónirsexhundruðfimmtíuogfjörgurþúsundfimmhundruðfimmtíu fiskar enda er þetta kvikindi afar smátt. Þegar í land var komið var landað og svo dallurinn þrifinn endanna á milli og því næst rígbundinn við bryggjuna, blóm og kransar afþakkaðir enda veit ekki nokkur maður hvað tekur við þegar deplan hefur stungið af úr landi, líkt og skattur sumra manna sem þarf ekki að nafngreina enda án nokkurs vafa ekki leyfilegt. Það má einungis nafngreina bankaræningja hafi hann brúkað til verksins eitthvað sem án nokkurs vafa telst vopn af einhverju tagi.
Ekki er ljóst hvenær Birtingur leggur af stað í næsta verkefni en vonandi verður það sem fyrst og megi hann þá fiska sem aldrei fyrr.
Kveðjum að sinni, Birtingsmenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 20:47
Óðir Hálsar
Þá eru Bitru menn komnir að kaja aftur með farm af kreppukóði. Fullir af hermóð og dugnaði í garð komandi áskorana. Menn höfðu sig mikinn við að eyða tíma í síðustu veiðiferð líkt og sést hér á myndinni að neðan en sérstakt áhugamannafélag um klár veiðarfæri var sett á laggirnar og í kjölfarið veitt áhöfninni veglega viðurkenningu fyrir 35 köst án þess að óklára það. 7,9,13. Þar sem við búum svo vel að sitja hér bæði að menntuðum fiskeldisfræðing og veiðarfærameistara var ákveðið að skrifa heilmikla skýrslu um veiðar á Gulldepplu við Íslandstrendur og situr Snorri Halldórson sveittur við ritskriftir þessa dagana við ráðleggingar frá helstu mönnum. Villi H. leggur líka stundir við útfærslu á nýju útvegspili sem hann ætlar að gefa út fyrir komandi jólavertíð en Vilhelm er mikill bissness maður og búinn að sýna það og sanna sem verslunarstjóri Beituskúrs hér áður fyrr og nú Birtubúð. Vilhelm ætlar að leggja mikið uppúr myntkörfulánum og leigukvóta í hinu nýja spili. Geir litli kapteinn er farinn að fyllast vökvamóð af eftirhlökkun til utanlandsferðar sem hann ætlar sér í vor, ekki hefur verið gefið upp hvert ferðinni er heitið en fróðir menn telja að Taíland verði fyrir valinu. Vilmundur Goði er allur orðinn sprækur af sjóveikinni sem hann kom með af Súlunni og eldar nú mat líkt og enginn sé morgundagurinn. Hann þrífur svo veggi og gólf þess á milli. Óli Gunnar er sjósprunginn, hvað annað er nýtt! Gengur sú saga hér manna á milli að Stebbi Græni og Villi Harði hyggist fara í útflutning á æðakjöti en þeir félagar fóru hamförum í æðakollustríðinu mikla hér í Janúar, en ætlunin er að veiða og gera að hér um borð og flytja svo farminn á fleyinu fagra sem Stefán hefur smíðað út til Grænlands, þetta útflutningsverkefni ber hetið Veitt,reitt og sviðið og óskum við þeim félögum góðs gengis með reksturinn. Hér fyrir neðan má sjá mynd af Villa með æðablika í hönd en myndin hefur vakið miklar eftirtektir á erlendum listsýninum og hefur hlotið nafnbótina kiss of death Okkur áskottnaðist nýr vélstjóri um daginn alla leiðina frá Vestmannannannaeyjum, sá er nefnist Johnny Monní. Johnny er eyjapeyji mikill og með munninn fyrir neðan nefið líkt og eyjaskeggjum einum er lagið. Dugnaðarforkur þessi ungi drengur og á eflaust eftir að sýna sitt rétta eðli áður en fram líða stundir. Tolli Trukkur og Hjörvar fríverji súpa seyðið á klakanum ennþá en vonir eru bundnar við að fá að minnsta kosti annan þeirra um borð í næstu inniveru. Taki þá næstu fríverjar við en heyrst hefur á göngunum að báðir stýrimennirnir séu á leiðinni í fæðingarorlof.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá líðandi stundum, þakka lofið og njótið vel!
Gulldeplan í fullri stærð
Kiss of death!
Hannyrðar hjá Sjöbbu koma að góðum notum!
p.s. Hægt er að stækka myndirnar með því að klikka á þær
MBK Gulldeplukóngarnir
Dægurmál | Breytt 9.3.2009 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 00:20
Gullæðið
Þá eru kallar lagðir í nýja veiðiferð eftir stutt löndunarstopp í helgu víkinni. Vigtun; 801.315 kg sem að gera rétt um 480789000 stykki. Héru komnir þekktir nárar um borð, Vilmundur Goði sem ætlar að steikja franskar og kokteil í mannskapinn næstu vikur og Rósmundur sem gerði garðinn frægan með Beitir NK aflaskip hér í denn. Miklar vonir eru bundnar við tilvonandi veiðiferð enda margir fiskimenn hér saman komnir. Myndir af kreppukríli munu líta dagsins ljós í næstu löndun en tæknifræðingar áhafnar eru í óða önn að færa myndir af símu á tölvutækt form. Birtubúð mun bíða mikil afhroð í þessum túr þar sem Trukkurinn er nú að temja hesta sína hjá Sæbjörgu, segja fróðir menn að búðin hafi ekki lent í jafn miklum viðskipta afföllum síðan kreppan skall fyrst á. Þá er stefnan sett á gullæðið langt suður af Vestmannaeyjum.
Þangað til næst.
undir og inn!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 20:26
Framboðsfundur um borð í Birting
Tryggvi Þór Herbertsson hélt vel heppnaðan framboðsfund um borð í Birting NK-119, þegar við lágum í Helguvík. Fór hann yfir áhersluatriði sín í framtíðaruppbyggingu efnahags Íslands. Tryggvi býður sig fram í annað sæti norðurlands kjödæmi eystra fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Góð mæting var á fundinn, og er síðuritari á því að það hafi blánað í vel flestum sem mættu. Tryggvi hvatti okkur til að halda áfram gulldepluveiðum og stuðla þannig að frekari uppbyggingu Íslands
Tryggva í annað sætið!!!!!!!!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2009 | 12:21
Bloggleysi!!!!!!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 22:40
Gleðilegt nýtt ár og þökkum liðið.
Já gott fólk við þökkum innlitið á liðnu ári og vonandi verður svipað rennsli á síðunni þegar skipið leggur úr höfn til veiða.
En nú eru menn að jafna sig eftir jólin og átið sem þeim fylgir og ekki er minna látið ofan í sig á gamlárskvöld. Hér er mynd sem náðist af Villa Harðar og sýnist mér að kappinn hafi bætt eilítið á sig yfir hátíðirnar, enda matmaður mikill.
Það gæti reynst honum þrautin þyngri að komast í sjógallann ef hann fer ekki að slá af í átinu.
Næsta færsla kemur svo þegar ákveðið verður hvernær skal halda til hafs.
Góðar stundi, Pjakkarnir á Birting.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2008 | 19:10
Á Norðfirði
Við komum í land hér á Norðfirði á aðfaranótt sunnudags, erum búnir að landa fór mest í grút, núna er verið að taka svokallað stöðumat og mun niðurstaða úr þeirri vinnu ekki liggja fyrir fyrr en hún liggur fyrir.
Annars er það að frétta af veiði að við fengum risakast inn á Breiðafirði (1600 tonn) setjum inn myndir seinna.
Lífið er grútur!!! Góðar stundir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 04:00
Á vesturleið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 01:43
Síldarflensan mikla.
Sælt veri fólkið og takk fyrir síðast.
Við komum til Hornafjarðar með dallinn augafullan af síld og fórum beint undir löndun.
Ekki var miklu landað til frystingar en síldin er lasin svo að ekki má frysta hanna og fórum við með megnið af okkar afla til bræðslu. Það er komin upp einhver sýking í síldinni á Breiðafirði þannig að við leitum á nýjar slóðir þennan túrinn.
Menn héldu til rjúpna og voru það Hjörvar, Villi H, Óli Gunnar og Vilmundur. Þessi hópur kom heim með öngulinn í rassgatinu og hafði Villi Harðar vinninginn með eina rjúpu.
Á föstudagskvöldið var slegið til veislu um borð og dró Sæmi fram lambafille sem hann hanteraði að sinni alkunnu snilld og var nýja grillið vígt. Stefán vélstjóri var fenginn til liðs við Sæma og grilluðu þeir félagar. Það viðrar alltaf til grillveislu um borð en grillið er staðsett á millidekkinu undir útsogi sem var notað á rækjunni þegar hún var soðin um borð, á þeim tíma sem Áskell var vinnsluskip.
Hér standa þeir félagar Sæmi og Stefán vaktina við grillið.
Þarna sitja menn og njóta þess sem blessuð sauðkindin hefur upp á að bjóða.
Hjörvar situr og raðar í sig steikinni.
Við lögðum svo úr höfn um 8 á laugardagsmorguninn en þegar var verið að gera ferðaklárt vildi svo djöfullega til að Óli Gunnar klemmdi sig á vísifingri vinstri handar og þurfti í land. Við sendum Óla bestu kveðjur með von um skjótan bata.
Meira síðar. Strákarnir á Birting.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Birtingur NK-119
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Börkur Stóri bróðir
- Huginn Eyjapeyjar
- Arnar Botntrollari
- Álsey Eyjapeyjar
- Bjarni Óla Skagamenn
- Brimnesið Togaranaglar
- Faxi Grandari
- Guðmundur í Nesi Togarajaxlar
- Guðmundur VE Eyjamenn
- Tobbi Villa Bloggari Íslands
- Hoffellið Fáskrúðsfirðingar
- Kap VE Eyjamenn
- Jóna Eðvalds Hornfirðingar
- Margrét EA Rauða lestin
- Grímsinn Hornfirðingar
- Lundey NS Lalli Gríms og félagar
- Sighvatur Bjarna Eyjamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar