Færsluflokkur: Bílar og akstur

Stopp í bili....................

og Birtingur á leið í slipp. Skipið liggur í landi á Neskaupsstað og verður slippur bráðlega. Við munum blogga þegar kemur að áframhaldi á veiðum og hér verða fréttir af okkur þegar þar að kemur.

 

Kv. Piltarnir á Birting. 


Sælt veri fólkið


Nú erum við að toga með Vilhelm Þorseins og þykir ekki slæmt. Allur afli hefur farið í Vilhelm og
þar frysta naglarnir eins og enginn sé morgundagurinn. Vilja þeir Villi kokkur og Gestur dekkhetja
koma sérstöku þökkum til þeirra sem eru á línubyssunni á Vilhelm en ber báðum dekkmönnum á Birting saman um það að þar séu þær færustu skyttur sem þeir hafa séð til. Mátti litlu muna í síðasta holi að Vilmundur færi óvígur í land þegar línan skall í lærið á honum rétt neðan við viðkvæman stað.

Menn beittu sig hörku og færðu líkamsræktarstöðina um borð, sem voru nú átök útaf fyrir sig og er
nú komin hreyfingaraðstaða í einn klefann. Nú hlaupa menn eins og greitt sé fyrir og brenna því sem kokkurinn býður uppá.

Heyrst hefur að för Geirs Zoega leggist misvel í menn og jafnvel megi greina öfund þar sem Geir mun leika lausum hala í Tailandi næsta mánuðinn. Þar mun hann kynna sér veiðarfæri og aðra hluti sem tengjast sjávarútvegi.

MBK. Strákarnir á Birting.

Neskaupsstaður

Nú liggur fleyið á Neskaupsstað og mér skilst að búið sé að sýruvaska koppinn endanna á milli. Það fara rúm rúm 33% áhafnarinnar í land þeas 2 menn. Um borð fara Villi kokkur og Gestur háseti.

Vilhelm Þorsteinsson er að landa og er áætlað að löndun hefjist kl 19:00 úr Birting og er melding frá Sæma 1. sýrimanni ca. 850 tonn. Túrinn var langur og urðu menn mjólkurlausir og án efa var farið að vanta eittvað fleira en vonandi hefur marlboro maðurinn ekki orðið tóbakslaus því þá er voðinn vís.

Eitthvað fer lítið fyrir fiski á miðunum eins og er en það er ekki ástæða til þunglyndis og getur breyst á örskotsstundu.

 

Heyrst hefur að Geir Zoega sé ábyrgur fyrir aflaleysi skipanna þar sem hann tók uppá því að raka sig en hann skartaði áður íðilfögru alskeggi sem mun eldri menn hefðu geta verið stoltir af.

Meira síðar, Villi kokkur.


Góðan daginn.

Hér munu piltarnir á Birting blogga um daginn og veginn. Við munum uppfæra eftir bestu getu en erum ekki með nettengingu um borð en við höfum ekki áhyggjur af því þar sem löndunarstopp verða tíð í haust og þá koma fréttir af aflabrögðum, mannlífinu um borð og hinu og þessu sem við teljum okkur koma við. 

Komnar eru myndir af flestum í áhöfninni sem telur alls sex manns, fámennt en góðmennt.

MBK. Villi kokkur. 


Um bloggið

Birtingur NK-119

Höfundur

Óskasynir Síldarvinnslunnar
Óskasynir Síldarvinnslunnar
Hér verða fréttir af áhöfninni á Birting NK 119

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • DSC00109
  • DSC00130
  • DSC00213
  • DSC00213
  • DSC00102

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband